Markmið
Markmið YLFU er að veita sveigjanlega notendastýrða persónulega aðstoð og sveigjanlega þjónustu fyrir fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra. Þjónustu sem leitast við að einstaklingurinn njóti sín til fulls í þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Að koma að nýsköpun, auka val, fjölbreyttni og áhrif viðskiptavina á þjónustuna. Við leggjum metnað í að efla og bæta lífsgæði fólks með fötlun og fjölskyldna þeirra.
Hugmyndafræðin sem liggur að baki þjónustunnar er að efla sjálfstætt líf einstaklingsins, að hann stjórni sínu lífi á þann hátt sem hann kýs.
Grunnhugmyndin að þjónustu er brotin niður í fjóra þjónustuþætti sem eru: NPA notendastýrð persónuleg aðstoð, ráðgjöf, nærþjónusta, fræðsla og stuðningshópar.
YLFA veitir þjónustu um land allt.
Leiðarljós
Leiðarljós fyrirtækisins er “YLFA” sem stendur fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækið leggur metnað í að veita. YLFA stendur fyrir:
Yfirsýn, markmiðið að bjóða upp á ráðgjöf til að aðstoða aðstandendur að hafa yfirsýn yfir markmið og leiðir sem fylgir því að eiga aðstanda með þroskafrávik.
Lífsgæði, markmiðið að efla og bæta lífsgæði fólks með þroskafrávik og fjölskyldur þeirra.
Fagmennska, markmiðið að veita faglega og einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu sem byggir á virðingu og trausti.
Aðstoð, markmiðið að veita sveigjanlega, áreiðanlega og lausnarmiðaða nærþjónustu.
Leiðarljós fyrirtækisins er:
- Að efla og bæta lífsgæði fólks með þroskafrávik og fjölskyldna þeirra.
- Að veita faglega og einstaklingsmiðaða ráðgjöf sem byggir á virðingu og trausti.
- Að veita sveigjanlega, áreiðanlega og lausnamiðaða nærþjónustu
Saga Ylfu ehf.
Fyrirtækið YLFA var stofnað á Gamlársdag árið 2006 af þroskaþjálfum. Hugmyndafræðin að baki stofnunar YLFU er samfélgsþátttaka, sjálfstætt líf og persónustýrð þjónusta fyrir börn og fullorðið fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra.
YLFA hefur vaxið með hverju árinu og verkefnum fjölgað stöðugt. Verkefnin hafa verið fjölbreytileg frá upphafi og náð yfir stóra hluta litrófs fatlana til lengri og skemmri tíma.