Ráðgjöf og þjálfun
Við veitum ráðgjöf varðandi málefni einstaklinga með fötlun og fjölskyldna þeirra auk þjálfunnar og kennslu. Hér að neðan eru talin nokkrir þjónustuþættir sem boðið er upp á. Möguleikarnir eru margir og þarfirnar margbreytilegar og því mikilvægt að hafa samband varðandi hvaðeina sem upp kann að koma.
Heimaráðgjöf og þjálfun
Ráðgjöfin getur falist í því að þroskaþjálfi kemur á heimili og metur þörf á þjónustu og /eða þjálfun. Sem dæmi útbúið myndrænar boðskiptatöflur, dagskipulag, félagshæfnisögur, TEACCH verkefni og fleira, allt eftir þörfum og óskum viðskiptavinarins. Boðið er upp á atferlisþjálfun fyrir börn, þjálfun vegna erfiðrar hegðunnar og aðra þá þjálfun sem talin er henta hverju sinni.
Skólaráðgjöf og kennsla
Ráðgjöfin getur falist í því að þroskaþjálfi aðstoðar einstaklinga og/eða fjölskylur við að meta skólatilboð, skólaumhverfi og námsefni með þarfir,áhuga og jákvæða upplifun nemandans í skólasamfélaginu að leiðarljósi. Boðið er upp á heimakennslu fyrir börn sem af einhverjum ástæðum sækja ekki skóla og aðstoð fyrir börn með sértæka námserfiðleika.
Tómstundaráðgjöf og þjálfun
Starf ráðgjafans getur falist í því að afla upplýsinga um áhugasvið viðskiptavinarins, finna tómstundir sem mæta áhuga hans og óskum, skipuleggja þær og veita eftirfylgd þannig að hann fái notið þeirra.
Búseturáðgjöf og þjálfun
Ráðgjafi gerir mat á þörf fyrir þjónustu, faglega úttekt á búsetuúrræði og þjónustu við fólk með fötlun. Bæði vegna skoðunar á nýrri búsetu og/eða á þeirri þjónustu sem þegar er til staðar. Þjálfun á heimili til lengri/skemmri tíma og eftirfylgd.
Vinnustaðaráðgjöf
Ráðgjöf til einstaklinga, atvinnurekenda eða samstarfsfólks til að stuðla að góðri líðan á vinnustað í atvinnu- og félagslegu tilliti. Skoðun og ráðgjöf vegna atvinnuleitar, þjálfun og eftirfylgd.