fimmtudagurinn 16. febrúar 2012
Handbók vegna NPA þjónustu
Út er komin handbók um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Henni er ætlað að gagnast sveitarfélögum, notendum,ríkisstofnunum og öðrum þjónustuaðilum við framkvæmd þróunarverkefnis um NPA. Hún er gefin út af verkefnastjórn um NPA ssem fyrsta skref í átt að fullri innleiðingu NPA á Íslandi. Áætlað er að lögfesta NPA sem eina meginaðstoðina í þjónustu við fatlað fólk árið 2014, eins og segir í bráðarbirgðarákvæði í IV í lögum nr.59/1992 um málefni fatlaðs fólks.
Hægt er nálgast handbókina á vef Velferðarráðuneytisins sjá: http://www.velferdarraduneyti.is/media/npa/NPA_Handbok_10022012.pdf