HugmyndafrŠ­i NPA /notendastřr­ar persˇnulegrar a­sto­ar

 

Hugmyndafræði um sjálfstætt líf (Independent living) sem NPA byggir á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. aldar og felur í sér að:

  • Allar manneskjur óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geta tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl
  • Allar manneskjur hafa rétt á að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi og taka þátt á öllum sviðum þess
  • Fatlað fólk ákveður og velur hvernig þjónustu það fær
  • Valdið færist frá þjónustukerfinu til fatlaðs fólks.

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf leggur mikla áherslu á nýjan skilning á hugtakinu sjálfstæði. Hinn nýji skilningur byggir á því að sjálfstæði sé fólgið í því að hafa stjórn, val og möguleika til fullrar þátttöku og til sjálfstæðs lífs með persónulegri aðstoð á öllum sviðum lífsins. Í því samhengi hefur fatlað fólk lagt þunga áherslu á að það að einhver þurfi aðstoð við athafnir daglegs lífs þýði ekki hjálparleysi. Ennfremur að án þess að hafa frelsi til athafna og stjórn á eigin lífi með persónulegri aðstoð getur fatlað fólk ekki uppfyllt hlutverk sín og ábyrgð eins og aðrir borgarar.