NPA / notendastřr­ar persˇnulegrar a­sto­

NPA / notendastýrð persónuleg aðstoð 
Bjóðum upp á NPA samningum fyrir þá einstaklinga sem hafa áhuga á út frá hugmyndafræði NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð).  Tökum að okkur að stýra /aðlagað þjónustuna að óskum viðskiptarvinarins og sinnt eftirfylgd, séð um starfsmannamál og fjármál.

Beingreiðslusamningar
Bjóðum upp á einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir þá einstaklinga sem gert hafa beingreiðslusamningar við sitt sveitarfélag.

Talsmaður
Ef notandi hefur ekki tök á vegna fötlunar sinnaar að stýrta þjónustunni fyrir sig sjálfur bjóðum við upp á að útvegað talsmann sem hefur það að markmiði að vinna að málum viðskiptavinarins til dæmis varðandi réttindi, umsóknir og samskipti við stofnanir sitja fundi, tala máli viðskiptavinar og miðla upplýsingum. YLFA  getur séð um aðlögun t.d. þegar flutt er að heiman, aðstoðað við ráðningar og þjálfað starfsmenn. Ylfa veitir ráðgjöf til fjölskyldu, kemur með hugmyndir af dagskipulagi og innara skipulagi þjónustunnar.
Ylfa ehf. býður upp á sveigjanlega þjónustu sem ætti að henta þér.


 

 

Hva­ er NPA / notendastřr­ persˇnuleg a­sto­

NPA felur það í sér að fatlað fólk ráði til sín það aðstoðarfólk sem það kýs sjálft til að sinna þeirri þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt þjónustumati. Aðstoðarfólk vinnur samkvæmt starfslýsingu sem fatlað fólk semur og samræmist lífstíl og kröfum viðkomandi. Markmiðið er að fatlað fólk geti lifað lífi sínu á þann hátt sem það óskar, haft sömu möguleika og ófatlað fólk og  stjórna sjálf hvernig aðstoðin er skipulögð og framkvæmd eftir einstaklingsmiðuðum þörfum og lífsstíl hvers og eins.

HugmyndafrŠ­i NPA /notendastřr­ar persˇnulegrar a­sto­ar

 

Hugmyndafræði um sjálfstætt líf (Independent living) sem NPA byggir á rætur sínar að rekja til mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á 8. áratug 20. aldar og felur í sér að:

  • Allar manneskjur óháð, eðli og alvarleika skerðingar, geta tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl
  • Allar manneskjur hafa rétt á að búa í samfélaginu, stjórna eigin lífi og taka þátt á öllum sviðum þess
  • Fatlað fólk ákveður og velur hvernig þjónustu það fær
  • Valdið færist frá þjónustukerfinu til fatlaðs fólks.

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf leggur mikla áherslu á nýjan skilning á hugtakinu sjálfstæði. Hinn nýji skilningur byggir á því að sjálfstæði sé fólgið í því að hafa stjórn, val og möguleika til fullrar þátttöku og til sjálfstæðs lífs með persónulegri aðstoð á öllum sviðum lífsins. Í því samhengi hefur fatlað fólk lagt þunga áherslu á að það að einhver þurfi aðstoð við athafnir daglegs lífs þýði ekki hjálparleysi. Ennfremur að án þess að hafa frelsi til athafna og stjórn á eigin lífi með persónulegri aðstoð getur fatlað fólk ekki uppfyllt hlutverk sín og ábyrgð eins og aðrir borgarar.